NATO sagði mikilvægt að reka íslenska loftvarnarkerfið áfram Guðjón Helgason skrifar 15. ágúst 2007 19:02 Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. Allur búnaður loftvarnarkerfisins er í eigu Atlantshafsbandalagsins en þar til nú hafa Bandaríkjamenn borgað reksturinn. Því hættu þeir í dag. Kerfið nemur merki frá flugvélum sem fara um lofthelgina og sendir merki til að finna vélar sem vilja ekki láta vita af sér. Í dag er loftvarnarkerfi Bandaríkjamanna virkt og kerfi Atlantshafsbandalagsins. Á milli liggur svo íslenska kerfið. Á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi í nóvember í fyrra óskaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, eftir því að bandalagið tæki að sér eftirlit í íslenskri lofthelgi. Niðurstaða hermálanefndar og fastaráðs NATO var að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins. Íslenska kerfið yrði að vera til staðar annars væri tómt mál að tala um loftvarnir. Án þess opnast gat milli loftvarnarkerfis Bandaríkjamanna og Evrópubúa. Þar hefðu vélar geta horfið með auðveldum hætti. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reka kerfið áfram og innan fárra vikna verður það hluti þess evrópska. Flugsveitir NATO koma til eftirlits á Íslandi minnst fjórum sinnum á ári og sérstakar ráðstafanir gerðar til að bregðast við aðsteðjandi hættu utan þess tíma sem flugsveitir verða á Íslandi. Atlantshafsbandalagið veitir aðstoð vegna viðhalds á mannvirkjum og búnaði og við þjálfun Íslendinga vegna rekstursins. Íslendingar munu nú greina og samþætta upplýsingar úr kerfinu eins og það er orðað, miðla upplýsingum til stjórnstöðvar NATO og dreifa og miðla upplýsingum sem varða almennt flugöryggi og aðra hagsmuni Íslands til stofnana íslenska ríkisins. Það er svo flugsveita NATO þjóða að bregðast við gerist þess þörf. Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. Allur búnaður loftvarnarkerfisins er í eigu Atlantshafsbandalagsins en þar til nú hafa Bandaríkjamenn borgað reksturinn. Því hættu þeir í dag. Kerfið nemur merki frá flugvélum sem fara um lofthelgina og sendir merki til að finna vélar sem vilja ekki láta vita af sér. Í dag er loftvarnarkerfi Bandaríkjamanna virkt og kerfi Atlantshafsbandalagsins. Á milli liggur svo íslenska kerfið. Á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi í nóvember í fyrra óskaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, eftir því að bandalagið tæki að sér eftirlit í íslenskri lofthelgi. Niðurstaða hermálanefndar og fastaráðs NATO var að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins. Íslenska kerfið yrði að vera til staðar annars væri tómt mál að tala um loftvarnir. Án þess opnast gat milli loftvarnarkerfis Bandaríkjamanna og Evrópubúa. Þar hefðu vélar geta horfið með auðveldum hætti. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reka kerfið áfram og innan fárra vikna verður það hluti þess evrópska. Flugsveitir NATO koma til eftirlits á Íslandi minnst fjórum sinnum á ári og sérstakar ráðstafanir gerðar til að bregðast við aðsteðjandi hættu utan þess tíma sem flugsveitir verða á Íslandi. Atlantshafsbandalagið veitir aðstoð vegna viðhalds á mannvirkjum og búnaði og við þjálfun Íslendinga vegna rekstursins. Íslendingar munu nú greina og samþætta upplýsingar úr kerfinu eins og það er orðað, miðla upplýsingum til stjórnstöðvar NATO og dreifa og miðla upplýsingum sem varða almennt flugöryggi og aðra hagsmuni Íslands til stofnana íslenska ríkisins. Það er svo flugsveita NATO þjóða að bregðast við gerist þess þörf.
Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira