Innlent

Vill gegna starfi forstjóra áfram

Guðjón Helgason skrifar

Forstjóri Ratsjárstofnunar, sem sagt var upp í gær, sækist eftir að gegna starfinu áfram. Hann vill opna reksturinn eins og hægt verður og tryggja gagnsæi hans nú þegar yfirráðum Bandaríkjamanna sleppir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti í gær að öllum fjörutíu og sex starfsmönnum stofnunarinnar yrði sagt upp frá fyrsta október með hálfs árs uppsagnarfresti. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hann segir uppsagnirnir ekki koma á óvart. Endurskipulagningar hafi verið þörf við yfirtöku ratsjárkerfisins úr höndum Bandaríkjamanna í dag.

Hann segir mikið hafa verið skorið niður síðustu tvö ár. Fimmtíu manns sagt upp fyrir utan uppsagnirnar nú. Þegar hafi rekstrarkostnaður verið lækkaður úr 1200 milljónum í 800 milljónir á þessu ári. Frá því markið sé farið. Hann segir að skoða verði meðal annars þá samninga sem Bandaríkjamenn hafi gert og athuga hverju megi breyta.

Ólafur Örn segist sækjast eftir að verða áfram forstjóri Ratsjárstofnunar. Hann vill auka gagnsæi stofnunarinnar eftir því sem kostur er en bendir á að aðrir ráða framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×