Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Guðjón Helgason skrifar 14. ágúst 2007 19:13 Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. Íslendingar taka við rekstri ratsjárstöðvanna íslensku af Bandaríkjamönnum á morgun. Hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins mat það svo að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins íslenska og samræma það því evrópska til varna á svæðinu. Rekstrarkostnaður Bandaríkjamanna vegna stöðvanna hafði verið nokkur en hafði lækkað niður í 1200 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að reksturinn kosti Íslendinga 800 milljónir á næsta ári og því þarf að spara. Því hefur verið ákveðið að endurskipuleggja Ratsjárstofnun sem hefur séð um viðhald og einnig eftirlit í gegnum kerfið frá því varnarlið Bandaríkjamanna fór í fyrra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir það hafa reynst nauðsynlegt að segja upp öllum samningum Ratsjárstofnunar, þar á meðal við alla starfsmenn hennar sem eru 47. Rétt sé þó að hafa í huga að einhverjir verði endurráðnir enda eigi að halda starfsemi ratsjárstöðvanna áfram. Utanríkisráðherra segir mögulegt að afla tekna í gegnum Ratsjárstofnun. Íslenska ríkið eigi þrjá ljósleiðara sem Ratsjárstofnun hafi notað fram að þessu. Gerður hafi verið samningur við Símann um reksturinn og fyrir þá þjónustu greiddar 10 milljónir á mánuði. Það séu töluverð útgjöld fyrir Ratsjárstofnun. Hér sé um að ræða strengi sem liggi um allt land og gæti orðið til hagsbóta fyrir almenning á Íslandi, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem hann auki flutningsgetu um 60%. Utanríkisráðherra segir mörg fyrirtæki hafa áhuga á ljósleiðurunum. Varnarmálaskrifstofa sé nú í viðræðum við Símann um þá. Hún segir vel koma til greina að bjóða afnot og rekstur á þeim út. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. Íslendingar taka við rekstri ratsjárstöðvanna íslensku af Bandaríkjamönnum á morgun. Hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins mat það svo að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins íslenska og samræma það því evrópska til varna á svæðinu. Rekstrarkostnaður Bandaríkjamanna vegna stöðvanna hafði verið nokkur en hafði lækkað niður í 1200 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að reksturinn kosti Íslendinga 800 milljónir á næsta ári og því þarf að spara. Því hefur verið ákveðið að endurskipuleggja Ratsjárstofnun sem hefur séð um viðhald og einnig eftirlit í gegnum kerfið frá því varnarlið Bandaríkjamanna fór í fyrra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir það hafa reynst nauðsynlegt að segja upp öllum samningum Ratsjárstofnunar, þar á meðal við alla starfsmenn hennar sem eru 47. Rétt sé þó að hafa í huga að einhverjir verði endurráðnir enda eigi að halda starfsemi ratsjárstöðvanna áfram. Utanríkisráðherra segir mögulegt að afla tekna í gegnum Ratsjárstofnun. Íslenska ríkið eigi þrjá ljósleiðara sem Ratsjárstofnun hafi notað fram að þessu. Gerður hafi verið samningur við Símann um reksturinn og fyrir þá þjónustu greiddar 10 milljónir á mánuði. Það séu töluverð útgjöld fyrir Ratsjárstofnun. Hér sé um að ræða strengi sem liggi um allt land og gæti orðið til hagsbóta fyrir almenning á Íslandi, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem hann auki flutningsgetu um 60%. Utanríkisráðherra segir mörg fyrirtæki hafa áhuga á ljósleiðurunum. Varnarmálaskrifstofa sé nú í viðræðum við Símann um þá. Hún segir vel koma til greina að bjóða afnot og rekstur á þeim út.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira