Mikill samdráttur hjá Virgin Atlantic 14. ágúst 2007 15:44 Richard Branson með líkan af einni af vélum Virgin Airlines. Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. Á meðal þess sem Branson tínir til eru hátt eldsneytisverð, skattahækkanir í Bretlandi og hátt öryggisstig á Heathrow en hann segir það hafa komið illa niður á pyngju samstæðunnar. Þá tapaði Virgin Nigeria Airways 40,8 milljónum punda á árinu en Virgin-samstæðan á 49 prósenta hlut í félaginu. Ef ekki hefði komið til taprekstrar hjá afríska flugfélaginu hefði hagnaður Virgin Atlantic numið 46,8 milljónum punda, að sögn breska blaðsins Financial Times. „Hagnaðurinn hjá okkur hefði verið mun hærri ef ekki hefði komið til óþolandi ytri skilyrði á borð við hækkandi olíuverð og mikinn öryggisviðbúnað á Heathrow í fyrra," segir Branson en leggur áherslu á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins.Velta Virgin nam 2,14 milljörðum punda á tímabilinu, sem er 13 prósenta aukning á milli ára og metafkoma í sögu félagsins. Þá flaug 5,1 milljón farþega með vélum Virgin sem er 10,5 prósenta aukning á milli ára. Nýjar flugleiðir félagsins eiga þar hlut að máli, að sögn Financial Times. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. Á meðal þess sem Branson tínir til eru hátt eldsneytisverð, skattahækkanir í Bretlandi og hátt öryggisstig á Heathrow en hann segir það hafa komið illa niður á pyngju samstæðunnar. Þá tapaði Virgin Nigeria Airways 40,8 milljónum punda á árinu en Virgin-samstæðan á 49 prósenta hlut í félaginu. Ef ekki hefði komið til taprekstrar hjá afríska flugfélaginu hefði hagnaður Virgin Atlantic numið 46,8 milljónum punda, að sögn breska blaðsins Financial Times. „Hagnaðurinn hjá okkur hefði verið mun hærri ef ekki hefði komið til óþolandi ytri skilyrði á borð við hækkandi olíuverð og mikinn öryggisviðbúnað á Heathrow í fyrra," segir Branson en leggur áherslu á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins.Velta Virgin nam 2,14 milljörðum punda á tímabilinu, sem er 13 prósenta aukning á milli ára og metafkoma í sögu félagsins. Þá flaug 5,1 milljón farþega með vélum Virgin sem er 10,5 prósenta aukning á milli ára. Nýjar flugleiðir félagsins eiga þar hlut að máli, að sögn Financial Times.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira