Víkingainnrásin sögð á enda Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 18:45 Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir íslensku útrásina svokölluðu að umtalsefni í dag og segir henni ógnað. Erfiðara sé að nálgast ódýrt lánsfé vegna niðursveiflunnar á alþjóðamarkaði fyrir helgi. Blaðið nefnir þrjár leiðir sem íslensk fyrirtæki hafi farið í fjármögnun. Í fyrsta lagi hafi þau keypt hlutabréf og selt á réttum tíma til að afla fjár til annarra og stærri kaupa. Þau hafi einnig sótt hagstætt lánsfé til viðskiptabanka á borð við Kaupþing, Glitni og Skotlandsbanka. Í þriðja lagi hafi þau endurfjármagnað eignir - meðal annars keypt fyrirtæki gagngert í þeim tilgangi að nota umframfé við endurfjármögnun til að kaupa annað. Baugur er tekinn sem sérstakt dæmi í greininni. Félagið hafi farið áðurnefndar þrjár leiðir sem nú virðist lokaðar eða illfærar - lánsfé dýrt og fjárfestar haldi að sér höndum. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, segir að fyrirtækið hafi átt von á niðursveiflu í nokkurn tíma. Því hafi Baugur ekki keypt mikið það sem af sér árinu - kaupverð hafi verið of hátt - meðal annars vegna þess hver yfirtökur hafi margar verið yfirskuldsettar. Baugur hafi ekki tekið þátt í því. Gunnar segir að fram hafi komið að félagið eigi jafnvirði um 80 milljarða í varasjóðum. Fyrirtækið sé í þeirri góðu stöðu að vera vel fjármagnað og með svigrúm til að bæta við. Nýjir fjárfestingarmöguleikar hafi verið skoðaðir og hreyfingar á markaði hafi ekki áhrif á það. Einnig hlúi félagið að þeim fyrirtækjum sem það eigi nú og fjárfesti áfram í þeim. Því sé útrás Baugs í Bretlandi hvergi nærri lokið. Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir íslensku útrásina svokölluðu að umtalsefni í dag og segir henni ógnað. Erfiðara sé að nálgast ódýrt lánsfé vegna niðursveiflunnar á alþjóðamarkaði fyrir helgi. Blaðið nefnir þrjár leiðir sem íslensk fyrirtæki hafi farið í fjármögnun. Í fyrsta lagi hafi þau keypt hlutabréf og selt á réttum tíma til að afla fjár til annarra og stærri kaupa. Þau hafi einnig sótt hagstætt lánsfé til viðskiptabanka á borð við Kaupþing, Glitni og Skotlandsbanka. Í þriðja lagi hafi þau endurfjármagnað eignir - meðal annars keypt fyrirtæki gagngert í þeim tilgangi að nota umframfé við endurfjármögnun til að kaupa annað. Baugur er tekinn sem sérstakt dæmi í greininni. Félagið hafi farið áðurnefndar þrjár leiðir sem nú virðist lokaðar eða illfærar - lánsfé dýrt og fjárfestar haldi að sér höndum. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, segir að fyrirtækið hafi átt von á niðursveiflu í nokkurn tíma. Því hafi Baugur ekki keypt mikið það sem af sér árinu - kaupverð hafi verið of hátt - meðal annars vegna þess hver yfirtökur hafi margar verið yfirskuldsettar. Baugur hafi ekki tekið þátt í því. Gunnar segir að fram hafi komið að félagið eigi jafnvirði um 80 milljarða í varasjóðum. Fyrirtækið sé í þeirri góðu stöðu að vera vel fjármagnað og með svigrúm til að bæta við. Nýjir fjárfestingarmöguleikar hafi verið skoðaðir og hreyfingar á markaði hafi ekki áhrif á það. Einnig hlúi félagið að þeim fyrirtækjum sem það eigi nú og fjárfesti áfram í þeim. Því sé útrás Baugs í Bretlandi hvergi nærri lokið.
Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira