Viðskipti erlent

Stækkun gegn gjaldi

Valur Hrafn Einarsson skrifar
MYND/GETTY

Aðeins fáeinum klukkutímum eftir að Microsoft kynnti Skydrive net-geymsluna sína, tilkynnti Google að hægt væri að kaupa stækkun á geymsluplássi fyrir Gmail og Picasa.

Geymsluplássið er hugsað sem kostur fyrir þá sem að eru búnir að fylla hið fría geymslupláss sem Google býður uppá, sem er 1GB fyrir Picasa og 2.8GB fyrir Gmail.

Verðin á aukaplássinu á ári eru 20 dollarar fyrir auka 6GB, $75 fyrir 25GB, $250 fyrir 100GB og loks $500 fyrir auka 250GB.

Til samanburðar er plássið sem í boði er með Windows Live Skydrive 500MB sem er aðeins um 18% af því geymsluplássi sem er frítt með Gmail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×