Innlent

Samkeppnin ekki grimm

Framkvæmdastjóri FÍB blæs á þá skýringu að grimm samkeppni skýri lakari afkomu olíufélaganna. Hann segir álagningu olíufélaganna á eldsneyti hafa hækkað síðastliðin tvö ár, og snarhækkað á dísilolíu.

Eins og fram kom í fréttum okkar í gær herma heimildir fréttastofu að afkoma stóru olíufélaganna þriggja sé mun lakari á fyrri hluta þessa árs en árin þar á undan. Það sama á við um afkomu síðustu tveggja ára hjá Atlantsolíu. Framkvæmdastjóri Atlantsolíu sagði í gær virkari samkeppni vera skýringuna á lakara gengi félaganna. Aðrir stjórnendur olíufélaganna sem fréttastofa ræddi við í gær tóku undir þetta og segja slegist um viðskiptavini. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda gefur ekki mikið fyrir þessa skýringu og segir viðskiptavini að minnsta kosti ekki hafa notið hagstæðara verðlags.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×