Pólitískar handtökur á Íslandi 2. ágúst 2007 18:45 Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Grasrótarhreyfingin Saving Iceland hélt í dag blaðamannafund til að gefa fjölmiðlum kost á kynna sér markmið og hugmyndafræði samtakanna. Fáir þekktust boðið. Markmiðið er eitt, sögðu talsmennirnir, að losa Ísland undan stóriðjustefnunni. Þau segja að hér ríki meðvitundarleysi um tengsl álframleiðenda við hergagnaframleiðslu og benda til dæmis á að Alcoa hafi fyrir tveimur árum gert 12,5 milljón dollara samning við bandaríska herinn um rannsóknir, þróun og smíði léttra farartækja til hernaðaraðgerða á landi. Frétt þess efnis birtist á heimasíðu Alcoa í desember 2005. Talsmennirnir sögðu að þeim væri full alvara með að stöðva eyðileggingu á náttúru Íslands og myndu beita til þess löglegum sem ólöglegum aðgerðum og valda fyrirtækjum sem tengjast stóriðju fjárhagslegu tjóni og óþægindum. Þá muni koma til átaka því ekkert hafi náðst fram með mótmælagöngum, metsölubók, blaðaskrifum og bréfaskrifum. Á fundinum kom einnig fram að hreyfingin hyggst kæra fréttaflutning Ríkissjónvarpsins af því að mótmælendur Saving Iceland fái greitt fyrir handtökur. Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Grasrótarhreyfingin Saving Iceland hélt í dag blaðamannafund til að gefa fjölmiðlum kost á kynna sér markmið og hugmyndafræði samtakanna. Fáir þekktust boðið. Markmiðið er eitt, sögðu talsmennirnir, að losa Ísland undan stóriðjustefnunni. Þau segja að hér ríki meðvitundarleysi um tengsl álframleiðenda við hergagnaframleiðslu og benda til dæmis á að Alcoa hafi fyrir tveimur árum gert 12,5 milljón dollara samning við bandaríska herinn um rannsóknir, þróun og smíði léttra farartækja til hernaðaraðgerða á landi. Frétt þess efnis birtist á heimasíðu Alcoa í desember 2005. Talsmennirnir sögðu að þeim væri full alvara með að stöðva eyðileggingu á náttúru Íslands og myndu beita til þess löglegum sem ólöglegum aðgerðum og valda fyrirtækjum sem tengjast stóriðju fjárhagslegu tjóni og óþægindum. Þá muni koma til átaka því ekkert hafi náðst fram með mótmælagöngum, metsölubók, blaðaskrifum og bréfaskrifum. Á fundinum kom einnig fram að hreyfingin hyggst kæra fréttaflutning Ríkissjónvarpsins af því að mótmælendur Saving Iceland fái greitt fyrir handtökur.
Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira