Fjöldi kylfinga notar ólögleg lyf 18. júlí 2007 17:28 Gary Player segir lækna ráðleggja sér að taka vaxtarhormón í hvert skipti sem hann fer til þeirra NordicPhotos/GettyImages Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. "Ég veit fyrir víst að kylfingar eru að nota ólögleg lyf. Ég myndi skjóta á að væru um 10 kylfingar að nota þau - ekki færri - en mögulega miklu fleiri," sagði Player. Hann segir tvo kylfinga hafa svarið fyrir sér að þeir væru að nota lyf eins og vaxtarhormón. "Einn þeirra sagði mér að hann væri að nota lyf og ég sór að nafngreina hann ekki. Ég sá greinilega breytingu á honum. Annar sagði mér frá nokkrum öðrum sem hann vissi fyrir víst að væru að taka ólögleg lyf," sagði sá gamli og bætti við að sér sjálfum hafi oft verið boðið að taka vaxtarhormón. "Það er eins og hver einast læknir sem ég fer til segi við mig; "Gary, þú verður að nota HGH (vaxtarhormón). Þú færð stinnari húð, betra hár og slærð boltann miklu lengra"." "Ég svaraði honum því til að ég ætti 20 barnabörn og væri búinn að gera það sem ég vildi gera í golfinu - að ég vildi ekki taka eitthvað inn sem ég vissi ekki hvað myndi gera mér," sagði Player. Hann vill að tekin verði upp lyfjapróf í golfi tafarlaust, en þegar eru uppi áform um að byrja á því á næsta ári. Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. "Ég veit fyrir víst að kylfingar eru að nota ólögleg lyf. Ég myndi skjóta á að væru um 10 kylfingar að nota þau - ekki færri - en mögulega miklu fleiri," sagði Player. Hann segir tvo kylfinga hafa svarið fyrir sér að þeir væru að nota lyf eins og vaxtarhormón. "Einn þeirra sagði mér að hann væri að nota lyf og ég sór að nafngreina hann ekki. Ég sá greinilega breytingu á honum. Annar sagði mér frá nokkrum öðrum sem hann vissi fyrir víst að væru að taka ólögleg lyf," sagði sá gamli og bætti við að sér sjálfum hafi oft verið boðið að taka vaxtarhormón. "Það er eins og hver einast læknir sem ég fer til segi við mig; "Gary, þú verður að nota HGH (vaxtarhormón). Þú færð stinnari húð, betra hár og slærð boltann miklu lengra"." "Ég svaraði honum því til að ég ætti 20 barnabörn og væri búinn að gera það sem ég vildi gera í golfinu - að ég vildi ekki taka eitthvað inn sem ég vissi ekki hvað myndi gera mér," sagði Player. Hann vill að tekin verði upp lyfjapróf í golfi tafarlaust, en þegar eru uppi áform um að byrja á því á næsta ári.
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira