Viðskipti erlent

Enga tónlist í þrumveðri

Betra er að skilja iPodinn og símann eftir heima í þrumuveðri.
Betra er að skilja iPodinn og símann eftir heima í þrumuveðri.

Læknar frá Vancouver í Kanada hafa varað fólk við því að fara út með mp3-spilara í þrumuveður. Í nýjasta hefti læknaritsins New England Journal of Medicine rekja læknarnir mál ungs manns sem fékk eldingu í sig þegar hann fór út að skokka í þrumuveðri.  Maðurinn var með iPod og varð blanda svita hans og leiðni spilarans til þess að eldingu sló niður í manninn.

Maðurinn brenndist illa á eyrum, bringu og vinstri fótlegg, eða á öllum þeim stöðum sem spilarinn snerti. Eldingin sprengdi einnig hljóðhimnur mannsins.

Læknarnir segja að raftæki eins og mp3-spilarar einir saman laði ekki að sér eldingar en þegar vökva og svita sé blandað í málið geti þeir verið varhugaverðir. Þeir beina því þeim tilmælum til fólks að skilja raftækin eftir heima í þrumuveðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×