Viðskipti erlent

Fjarskiptatæknin hefur slæm áhrif á minni fólks

NordicPhotos/GettyImages

Samkvæmt könnun sem gefin var út á föstudaginn í London, hafa farsímar og önnur fjarskiptatæki slæm áhrif á minni fólks. Fjórðungur þeirra sem spurðir voru sögðust ekki muna númerið í heimasímanum sínum. 2/3 af þeim sem svöruðu gátu ekki munað afmælisdaga þriggja vina eða fjölskyldumeðlima án þess að fletta því upp.

Fólk sem er yngra en 30 ára á erfiðara með að muna afmælisdaga heldur en þeir sem eru eldri en 50 ára. „Fólk þarf að muna meira nú til dags og treystir mikið á tæknina til að minna sig á hlutina," sagði Ian Robertson, prófastur. Könnunin náði til 3.000 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×