Viðskipti erlent

Þegar iPodinn frýs

Nokkur ráð til að koma frosnum iPod í gang. Margir iPod-eigendur lenda í því að iPodinn þeirra frýs eða lætur öllum illum látum. Yfirleitt er þó ekki flókið að koma honum í samt lag og oft bara nóg að endurræsa hann.

Eigi maður iPod, iPod nano eða iPod mini á að vera nóg að halda menuog select-tökkunum niðri í sex til tíu sekúndur þar til Applemerkið birtist. Ef til vill þarf þó að endurtaka þetta svo það takist. Við það ætti iPodinn að lagast.

Til að endurræsa iPod shuffle er hins vegar best að aftengja hann úr tölvunni, sé hann á annað borð tengdur henni. Slökkvið því næst á honum á bakhliðinni. Bíðið í fimm sekúndur og færið takkann á bakhliðinni á annað hvort play eða shuffle og við það ætti hann að fara í gang.

Virki þetta ekki er best að setja iPodinn í hleðslutæki og tengja við innstungu eða tölvu. Fullvissið ykkur um að kveikt sé á tölvunni svo þetta virki. Fólki hættir nefnilega til að steingleyma því í hita leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×