Viðskipti erlent

Náungakærleikur Linux

Stýrikerfið ubuntu er notendavæn útgáfa af Linux sem hentar hinum almenna tölvunotanda. Linux-stýrikerfið hefur oftast verið þekkt fyrir flóknar lausnir. Þó helst meðal almennra notenda, því þeir sem hafa tölvur að atvinnu hafa löngum verið hrifnir af stýrikerfinu.

Margir þeir sem hafa kynnst Linux og komist upp á lagið með það vilja ekkert annað. Sérstaklega þar sem það er ókeypis. Til er notendavænni útgáfa af stýrikerfinu, sem ber afríska heitið Ubuntu og er að sögn þeirra sem hafa prófað það jafn auðvelt og stýrikerfin frá Apple og Microsoft.

Ubuntu þýðir náungakærleikur og fylgja meðal annars með því tölvupóstforrit, vafri, tónlistarspilari og spjallforrit. Stýrikerfið er ókeypis eins og annað Linux-efni.

Sjá nánar á danska PC world www.pcworld.dk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×