Viðskipti erlent

10 miljónir horfðu á Live Earth á vefnum

Bandaríska rokksveitin The Smashing Pumpkins var meðal þeirra sem tróðu upp
Bandaríska rokksveitin The Smashing Pumpkins var meðal þeirra sem tróðu upp MYND/ap

Heimsmet var slegið í áhorfi á einn viðburð í gegnum veraldarvefinn þegar Live Earth tónleikahátíðin fór fram á laugardaginn. Tölvurisinn Microsoft fullyrðir að 10 milljón manns hafi fylgst með atburðinum á netinu.

Tónleikarnir fóru fram í sex heimsálfum og stóðu í um einn sólarhring. Tilgangur þeirra var að vekja athygli á ógninni sem stafar af loftlagsbreytingum. Margar af helstu tónlistarstjörnum heims tóku lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×