Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrrur. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið hærri í sex ár.
Evrrur. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið hærri í sex ár.

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þetta er í samræmi við það sem greinendur höfðu gert ráð fyrir. Stýrivextir hafa farið síhækkandi á svæðinu síðastliðið eitt og hálft ár og hafa þeir ekki verið hærri í sex ár.

Greinendur telja líkur á að bankinn hækki stýrivexti frekar á evrusvæðinu á þessu ári. Spá þeirra varð til þess að hækka gengi evru gagnvart bandaríkjadal og japanska jeninu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×