Hamilton bjartsýnn á heimavelli 4. júlí 2007 20:29 Lewis Hamilton hefur farið hamförum á tímabilinu og verið á verðlaunapalli í fyrstu átta keppnunum. AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. "Ferrari-menn eru mjög fljótir núna en ég held að við getum látið þá finna fyrir því í næstu keppni. Við erum alltaf með fremstu bílum og við höfum náð góðum stöðugleika. Ég veit að við verðum betri í næstu keppni," sagði Hamilton sem hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hann segir meinta yfirburði Ferrari í Frakklandi um síðustu helgi hafa gefið ranga mynd af styrk liðsins. "Ég held að Ferrari sé ekki komið í alveg jafn góð mál og úrslitin í síðustu keppni sögðu til um. Ég veit ekki hversu hratt þeir voru að aka en ég veit að það hafði mikið með skipulag og þunga umferð á brautinni að gera. Ég sé því ekki annað en að við verðum í baráttunni um sigurinn um helgina," sagði Hamilton og bætti við að árangur sinn það sem af er tímabili sé draumi líkastur. "Ég átti ekki von á því að ná á verðlaunapall í minni fyrstu keppni - hvað þá í mínum fyrstu átta keppnum. Ég er því hæstánægður með árangurinn og það frábæra starf sem liðið hefur unnið," sagði hinn ungi Hamilton sem fær nú að aka á heimavelli í fyrsta sinn um helgina. Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. "Ferrari-menn eru mjög fljótir núna en ég held að við getum látið þá finna fyrir því í næstu keppni. Við erum alltaf með fremstu bílum og við höfum náð góðum stöðugleika. Ég veit að við verðum betri í næstu keppni," sagði Hamilton sem hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hann segir meinta yfirburði Ferrari í Frakklandi um síðustu helgi hafa gefið ranga mynd af styrk liðsins. "Ég held að Ferrari sé ekki komið í alveg jafn góð mál og úrslitin í síðustu keppni sögðu til um. Ég veit ekki hversu hratt þeir voru að aka en ég veit að það hafði mikið með skipulag og þunga umferð á brautinni að gera. Ég sé því ekki annað en að við verðum í baráttunni um sigurinn um helgina," sagði Hamilton og bætti við að árangur sinn það sem af er tímabili sé draumi líkastur. "Ég átti ekki von á því að ná á verðlaunapall í minni fyrstu keppni - hvað þá í mínum fyrstu átta keppnum. Ég er því hæstánægður með árangurinn og það frábæra starf sem liðið hefur unnið," sagði hinn ungi Hamilton sem fær nú að aka á heimavelli í fyrsta sinn um helgina.
Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira