Viðskipti erlent

iPhone í hnotskurn

Á myndinni má sjá um hvað iPhone æðið snýst.
Á myndinni má sjá um hvað iPhone æðið snýst.

Nú þegar einn dagur er þangað til iPhone kemur í búðir í Bandaríkjunum hafa myndast biðraðir fyrir framan Apple verslanir víðsvegar um landið. Um hvað snýst æðið? Vísir.is skoðar iPhone og eiginleika hans.

Á myndinni má sjá iPhone og helstu upplýsingar um símann. Tækið hefur að geyma margar skemmtilegar tækninýjungar. Smellið á myndina til þess að stækka hana og fræðast um iPhone.

 

Bianca Palmigiano, var fyrst í biðröðina á þriðjudaginn, fyrir utan Apple verslunina í Pasadena í Kaliforníu.MYND/AP

Sala á iPhone hefst á morgun 29. júni í Bandaríkjunum. Síminn mun einnig verða fáanlegur í Evrópu og Japan en engar dagsetningar hafa verið tilkynntar fyrir þau svæði.

iPhone símtæki með fjögurra gígabæta minni mun kosta 500 dollara og átta gígabæta minni mun kosta 600 dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×