Öryrki eftir gálausan akstur 27. júní 2007 19:06 Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. Baldvin Jónsson - kallaður Baddi - atvinnubílstjóri á steypudælu, var nýorðinn faðir í annað sinn þegar hann ók mótorhjólinu sínu austur Miklubraut þann 4. maí 2004. Kominn yfir ljósin til móts við bensínstöðina veit hann ekki fyrr til en að bíll af þarnæstu akrein keyrir beint í hliðina á honum. Þetta dýrkeypta augnablik er honum minnisstætt. Á spítalanum kemur í ljós hversu illa hann er farinn.Mjaðmagrindin fór illa, krossbönd slitnuðu í báðum hnjám, hægri ökkli brotnaði, ristin líka, þindin hefur aldrei verið söm og er þá ekki allt upp talið. Sjálfsagt yrðu margir magnvana af reiði eftir svona slys - en menn hafa misjafna lund og Baldvin hana létta eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið var skömmu eftir slysið.Hann hjólar í dag - og gengur - en er ekki léttur í spori enda nánast lamaður í öðrum ökklanum.Baldvin er ósáttur við það hvernig dómskerfið tekur á málum sem þessum. Ökumaðurinn sem keyrði á hann, segir Baldvin, sýndi vítavert gáleysi. Í héraðsdómi missti ökumaðurinn bílprófið í tvö ár og var dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi og 150 þúsund króna sekt.Hæstiréttur lækkaði sektina niður í 80 þúsund og skilorðsbundið fangelsið niður í 30 daga. Bílstjórinn hélt ökuréttinum. Þessi refsing finnst Baldvin smotterí í samanburði við það sem hann hefur mátt þola. Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. Baldvin Jónsson - kallaður Baddi - atvinnubílstjóri á steypudælu, var nýorðinn faðir í annað sinn þegar hann ók mótorhjólinu sínu austur Miklubraut þann 4. maí 2004. Kominn yfir ljósin til móts við bensínstöðina veit hann ekki fyrr til en að bíll af þarnæstu akrein keyrir beint í hliðina á honum. Þetta dýrkeypta augnablik er honum minnisstætt. Á spítalanum kemur í ljós hversu illa hann er farinn.Mjaðmagrindin fór illa, krossbönd slitnuðu í báðum hnjám, hægri ökkli brotnaði, ristin líka, þindin hefur aldrei verið söm og er þá ekki allt upp talið. Sjálfsagt yrðu margir magnvana af reiði eftir svona slys - en menn hafa misjafna lund og Baldvin hana létta eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið var skömmu eftir slysið.Hann hjólar í dag - og gengur - en er ekki léttur í spori enda nánast lamaður í öðrum ökklanum.Baldvin er ósáttur við það hvernig dómskerfið tekur á málum sem þessum. Ökumaðurinn sem keyrði á hann, segir Baldvin, sýndi vítavert gáleysi. Í héraðsdómi missti ökumaðurinn bílprófið í tvö ár og var dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi og 150 þúsund króna sekt.Hæstiréttur lækkaði sektina niður í 80 þúsund og skilorðsbundið fangelsið niður í 30 daga. Bílstjórinn hélt ökuréttinum. Þessi refsing finnst Baldvin smotterí í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.
Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira