Viðskipti erlent

Minni væntingar nú en áður

Óseld hús í Bandaríkjunum. Samdráttur á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum hefur ekki verið með verra móti síðan árið 1991.
Óseld hús í Bandaríkjunum. Samdráttur á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum hefur ekki verið með verra móti síðan árið 1991. Mynd/AFP

Væntingar Bandaríkjamanna lækkuðu um 4,6 stig og standa í 103,9 stigum í þessum mánuði samanborið við 108,5 stig í maí. Þetta er meiri lækkun á væntingum manna vestanhafs en gert hafði verið ráð fyrir.

Áframhaldandi samdráttur á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum á stóran hlut að því að væntingar fólks minnka á milli mánaða, að sögn bandarísku fréttaveitunnar Bloomberg í dag en ástandið á bandarísku fasteignamarkaði hefur ekki verið með verra móti síðan árið 1991. Gert er ráð fyrir frekari samdrætti, að sögn Bloomberg.

Niðurstaðan er sögð vega mikið á vaxtaákvörðunarnefndar bandaríska seðlabankans, sem hefur tveggja daga fundartörn sína á morgun. Er gert ráð fyrir því að ákveðið verði að halda stýrivöxtum óbreyttum vegna þessa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×