Viðskipti erlent

Útvarpsstöðvar í BNA stöðva útsendingar í mótmælaskyni

Nokkrar af helstu vefútvarpsstöðvum Bandaríkjanna hyggjast halda svokallaðan Dag þagnar á fimmtugaginn og gera þá hlé á útsendingum sínum. Er það gert í mótmælaskyni við áæltanir Copyright Royalty Board um að auka greiðslur til sérleyfishafa þegar tónlist er spiluð á vefnum. Álagningin á að skella á þann 15 júlí. Frá þessu er greint á vef BBC.

Svartsýnustu andstæðingar breytinganna telja að þær muni ganga milli bols og höfuðs á dreifningu og sölu tónlistar á netinu. Talið er að um 50 milljón manns hlusti reglulega á tónlist á vefnum.

Dreifing og sala tónlistar á netinu hefur lengi verið deilumál enda finnst mörgum þóknun tónlistamanna heldur rýr með þessu fyrirkomulagi. Breytingunum er ætlað að bæta hlut þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×