Viðskipti erlent

Yfirsjóræningi dæmdur

Höfuðpaur umsvifamikils tölvuglæpahrings var dæmdur af bandarískum dómstólum í 51 mánaðar fangelsi á dögunum. Maðurinn, sem er Breti að nafni Hew Griffith, hafði áður verið handsamaður og fangelsaður í Ástralíu en krafist þess að verða framseldur til Bandaríkjanna. Frá þessu segir á vef BBC.

Hew Griffith var yfirmaður glæpahringsins DrinkOrDie. Helsta starfsemi hringsins fólst í innbrotum í lokuð tölvusvæði ýmissa framleiðanda hugbúnaðar, tónlistar og kvikmynda. Í dómnum kemur fram að hringurinn hafi komið vörum upp á 50 milljónir dollara á svartan markað. Hringurinn var leystur upp árið 2001. Talið er að hann hafi verið stofnaður í Rússlandi árið 1993.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×