Hamilton gleymir ekki börnunum 25. júní 2007 12:45 AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. "Það var frábært að sjá allt þetta fólk og heyra viðbrögð þess. Ég hef aldrei upplifað svona áður og vissi ekki við hverju ég ætti að búast," sagði hinn ungi Hamilton, sem var umkringdur hafsjó aðdáenda í rigningunni. "Ég vona að þetta sé aðeins forsmekkurinn af Silverstone kappakstrinum eftir tvær vikur en ég veit enn ekki hverju ég á að búast þar ennþá. Vonandi verður það enn betra," sagði Hamilton. Börnin voru ekki síður spennt að sjá hetjuna sína en þeir eldri og mynduðu þau stóran hring í kring um hina 22 ára gömlu aksturshetju sem hefur unnið tvær síðustu keppnir í Formúlu 1. Hamilton er ekki búinn að gleyma því hvernig var að vera ungur aðdáandi. "Ég man vel eftir því þegar ég var að keppa á körtum þegar ég var 10 ára gamall og fór upp að hetjunum mínum til að fá áritun frá þeim. Flestir þeirra litu ekki við mér og stormuðu framhjá mér. Ég var því ákveðinn í því að ef ég kæmist einn daginn í Formúlu 1, myndi ég alltaf gefa mér tíma með börnunum og horfa í augu þeirra þegar ég gæfi þeim áritun," sagði Hamilton og bætti við heilræðum til ungu kynslóðarinnar. "Gefist aldrei upp - ekki undir neinum kringumstæðum. Þetta á við um keppni sem og lífið sjálft. Maður verður að halda áfram að berjast í gegn um erfiðleikana við hvaða aðstæður sem er - þannig er ég bæði í keppni og öðru. Ef maður heldur áfram að berjast, gerast alltaf góðir hlutir fyrr eða síðar," sagði ökuþórinn ungi. Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. "Það var frábært að sjá allt þetta fólk og heyra viðbrögð þess. Ég hef aldrei upplifað svona áður og vissi ekki við hverju ég ætti að búast," sagði hinn ungi Hamilton, sem var umkringdur hafsjó aðdáenda í rigningunni. "Ég vona að þetta sé aðeins forsmekkurinn af Silverstone kappakstrinum eftir tvær vikur en ég veit enn ekki hverju ég á að búast þar ennþá. Vonandi verður það enn betra," sagði Hamilton. Börnin voru ekki síður spennt að sjá hetjuna sína en þeir eldri og mynduðu þau stóran hring í kring um hina 22 ára gömlu aksturshetju sem hefur unnið tvær síðustu keppnir í Formúlu 1. Hamilton er ekki búinn að gleyma því hvernig var að vera ungur aðdáandi. "Ég man vel eftir því þegar ég var að keppa á körtum þegar ég var 10 ára gamall og fór upp að hetjunum mínum til að fá áritun frá þeim. Flestir þeirra litu ekki við mér og stormuðu framhjá mér. Ég var því ákveðinn í því að ef ég kæmist einn daginn í Formúlu 1, myndi ég alltaf gefa mér tíma með börnunum og horfa í augu þeirra þegar ég gæfi þeim áritun," sagði Hamilton og bætti við heilræðum til ungu kynslóðarinnar. "Gefist aldrei upp - ekki undir neinum kringumstæðum. Þetta á við um keppni sem og lífið sjálft. Maður verður að halda áfram að berjast í gegn um erfiðleikana við hvaða aðstæður sem er - þannig er ég bæði í keppni og öðru. Ef maður heldur áfram að berjast, gerast alltaf góðir hlutir fyrr eða síðar," sagði ökuþórinn ungi.
Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira