Hamilton gleymir ekki börnunum 25. júní 2007 12:45 AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. "Það var frábært að sjá allt þetta fólk og heyra viðbrögð þess. Ég hef aldrei upplifað svona áður og vissi ekki við hverju ég ætti að búast," sagði hinn ungi Hamilton, sem var umkringdur hafsjó aðdáenda í rigningunni. "Ég vona að þetta sé aðeins forsmekkurinn af Silverstone kappakstrinum eftir tvær vikur en ég veit enn ekki hverju ég á að búast þar ennþá. Vonandi verður það enn betra," sagði Hamilton. Börnin voru ekki síður spennt að sjá hetjuna sína en þeir eldri og mynduðu þau stóran hring í kring um hina 22 ára gömlu aksturshetju sem hefur unnið tvær síðustu keppnir í Formúlu 1. Hamilton er ekki búinn að gleyma því hvernig var að vera ungur aðdáandi. "Ég man vel eftir því þegar ég var að keppa á körtum þegar ég var 10 ára gamall og fór upp að hetjunum mínum til að fá áritun frá þeim. Flestir þeirra litu ekki við mér og stormuðu framhjá mér. Ég var því ákveðinn í því að ef ég kæmist einn daginn í Formúlu 1, myndi ég alltaf gefa mér tíma með börnunum og horfa í augu þeirra þegar ég gæfi þeim áritun," sagði Hamilton og bætti við heilræðum til ungu kynslóðarinnar. "Gefist aldrei upp - ekki undir neinum kringumstæðum. Þetta á við um keppni sem og lífið sjálft. Maður verður að halda áfram að berjast í gegn um erfiðleikana við hvaða aðstæður sem er - þannig er ég bæði í keppni og öðru. Ef maður heldur áfram að berjast, gerast alltaf góðir hlutir fyrr eða síðar," sagði ökuþórinn ungi. Formúla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. "Það var frábært að sjá allt þetta fólk og heyra viðbrögð þess. Ég hef aldrei upplifað svona áður og vissi ekki við hverju ég ætti að búast," sagði hinn ungi Hamilton, sem var umkringdur hafsjó aðdáenda í rigningunni. "Ég vona að þetta sé aðeins forsmekkurinn af Silverstone kappakstrinum eftir tvær vikur en ég veit enn ekki hverju ég á að búast þar ennþá. Vonandi verður það enn betra," sagði Hamilton. Börnin voru ekki síður spennt að sjá hetjuna sína en þeir eldri og mynduðu þau stóran hring í kring um hina 22 ára gömlu aksturshetju sem hefur unnið tvær síðustu keppnir í Formúlu 1. Hamilton er ekki búinn að gleyma því hvernig var að vera ungur aðdáandi. "Ég man vel eftir því þegar ég var að keppa á körtum þegar ég var 10 ára gamall og fór upp að hetjunum mínum til að fá áritun frá þeim. Flestir þeirra litu ekki við mér og stormuðu framhjá mér. Ég var því ákveðinn í því að ef ég kæmist einn daginn í Formúlu 1, myndi ég alltaf gefa mér tíma með börnunum og horfa í augu þeirra þegar ég gæfi þeim áritun," sagði Hamilton og bætti við heilræðum til ungu kynslóðarinnar. "Gefist aldrei upp - ekki undir neinum kringumstæðum. Þetta á við um keppni sem og lífið sjálft. Maður verður að halda áfram að berjast í gegn um erfiðleikana við hvaða aðstæður sem er - þannig er ég bæði í keppni og öðru. Ef maður heldur áfram að berjast, gerast alltaf góðir hlutir fyrr eða síðar," sagði ökuþórinn ungi.
Formúla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira