Bréf Blackstone hækka um 30 prósent 22. júní 2007 14:11 Stephen Schwarzman, annar af stofnendum bandaríska fjárfestingasjóðsins Blackstone Group. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær. Útboðsgengi bréfa í fjárfestingasjóðnum var 31 dalur á hlut en fór hæst í 45 dali á hlut, sem jafngildir um 45 prósenta hækkun á gengi bréfanna. Það lækkaði nokkuð skömmu síðar og stendur í og við 40 dölum. Hækkunin er engu að síður rífleg, níu dalir sem jafngildir tæplega 30 prósenta hækkun. Hluti fjárhæðarinnar sem safnaðist í útboðinu verður notað í frekari fyrirtækjakaupum auk þess sem stofnendur sjóðsins, Stephen Schwarzman og Peter G. Peterson, fá saman 2,33 milljarða dali, jafnvirði 145,6 milljarða íslenskra króna. Þeir stofnuðu sjóðinn eftir að þeir yfirgáfu saman fjárfestingabankann Lehman Brothers árið 1985 með 400.000 dali í vasanum. Blackstone Group er í dag eitt af stærstu fjárfestingafélögum í heimi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær. Útboðsgengi bréfa í fjárfestingasjóðnum var 31 dalur á hlut en fór hæst í 45 dali á hlut, sem jafngildir um 45 prósenta hækkun á gengi bréfanna. Það lækkaði nokkuð skömmu síðar og stendur í og við 40 dölum. Hækkunin er engu að síður rífleg, níu dalir sem jafngildir tæplega 30 prósenta hækkun. Hluti fjárhæðarinnar sem safnaðist í útboðinu verður notað í frekari fyrirtækjakaupum auk þess sem stofnendur sjóðsins, Stephen Schwarzman og Peter G. Peterson, fá saman 2,33 milljarða dali, jafnvirði 145,6 milljarða íslenskra króna. Þeir stofnuðu sjóðinn eftir að þeir yfirgáfu saman fjárfestingabankann Lehman Brothers árið 1985 með 400.000 dali í vasanum. Blackstone Group er í dag eitt af stærstu fjárfestingafélögum í heimi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent