Landhelgisbrjótur á Ísafjarðardjúpi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 20. júní 2007 12:02 Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti. Það var um hádegið í gær sem flugvél Landhelgisgæslunnar SYN flaug yfir Ísafjarðardjúp og kom auga á línubát að veiðum í lokuðu hólfi. Skyndilokun hafði verið auglýst í hólfinu 15. júní en það er gert til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar. Bannið var við línuveiðum út af Deild í mynni Ísafjarðardjúps. Lögregla Vestfjarðar tók á móti bátnum þegar hann kom til hafnar í Súðavík á fjórða tímanum í gær. Lögreglan lagði þá hald á veiðarfæri og afla, sem var keyrður inn á Ísafjörð. Skiptstjórinn var síðan yfirheyrður á Ísafirði. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er búið að taka skýrslu af skipstjóranum og fer málið fljótlega til lögreglustjóra sem tekur ákvörðun um framhaldið. Dagmar Sigurðardóttir lögmaður Landhelgisgæslunnar, segir sjaldgæft að menn séu teknir að veiðum í hólfum sem Hafrannsóknarstofnun hefur lokað. Þung viðurlög eru við slíkum brotum - ef þau reynast ítrekuð og stórfelld og framin af ásetningi. Ekki er vitað hvort það eigi við í þessu tilviki. Lögin heimila upptöku afla og veiðarfæra við ítrekuðum brotum og sektum allt að átta milljónum króna. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Sjá meira
Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti. Það var um hádegið í gær sem flugvél Landhelgisgæslunnar SYN flaug yfir Ísafjarðardjúp og kom auga á línubát að veiðum í lokuðu hólfi. Skyndilokun hafði verið auglýst í hólfinu 15. júní en það er gert til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar. Bannið var við línuveiðum út af Deild í mynni Ísafjarðardjúps. Lögregla Vestfjarðar tók á móti bátnum þegar hann kom til hafnar í Súðavík á fjórða tímanum í gær. Lögreglan lagði þá hald á veiðarfæri og afla, sem var keyrður inn á Ísafjörð. Skiptstjórinn var síðan yfirheyrður á Ísafirði. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er búið að taka skýrslu af skipstjóranum og fer málið fljótlega til lögreglustjóra sem tekur ákvörðun um framhaldið. Dagmar Sigurðardóttir lögmaður Landhelgisgæslunnar, segir sjaldgæft að menn séu teknir að veiðum í hólfum sem Hafrannsóknarstofnun hefur lokað. Þung viðurlög eru við slíkum brotum - ef þau reynast ítrekuð og stórfelld og framin af ásetningi. Ekki er vitað hvort það eigi við í þessu tilviki. Lögin heimila upptöku afla og veiðarfæra við ítrekuðum brotum og sektum allt að átta milljónum króna.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Sjá meira