Viðskipti erlent

Sala hjá Sainsbury undir væntingum

Ein af verslunum Sainsbury í Bretlandi.
Ein af verslunum Sainsbury í Bretlandi. Mynd/AFP

Breski stórmarkaðurinn Sainsbury, þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands, greindi frá því í dag að sala hefði aukist um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þótt þetta sé tíundi fjórðungurinn í röð sem verslanakeðjan eykur söluna er þetta undir væntingum.

Gert hafði verið ráð fyrir 5,4 prósenta aukningu á fjórðungnum.

Sainsbury er önnur verslanakeðjan á tveimur dögum sem greinir frá minni sölu en gert hafði verið ráð fyrir. Hin keðjan er Tesco, stærsta verslanakeðja Bretlands.

Að sögn forsvarsmanna Tesco er útlit fyrir erfitt ár vegna hærri stýrivaxta í Bretland. Sainsbury bætir því hins vegar við að samkeppni hafi harðnað í verslun. Hafi verslunin, líkt og margar fleiri allt frá því fyrir síðustu jól, lækkað verð til að blása lífi í viðskiptin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×