Viðskipti erlent

Forstjóraskipti hjá Yahoo

Terry Semel
Terry Semel MYND/AP

Terry Semel, forstjóri bandaríska netfyrirtækisins Yahoo, hefur sagt af sér. Jerry Yang annar stofnandi fyrirtækisins mun taka við. Semel mun taka við stöðu ráðgefandi stjórnarformanns.

Frá því 2001 hefur Semel verið undir þrýstingi vegna lélegrar afkomu fyrirtækisins. Það hefur misst markaðshlutdeild til keppinauta á borð við Google og verið gagnrýnt fyrir slaka tækni og skort á nýsköpun.

Yang bjó til upprunalegu leitarvél Yahoo ásamt David Filo. Ári síðar hófu þeir starfsemina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×