Viðskipti erlent

Ein ný skilaboð

Helmingur Breta getur ekki lifað af án tölvupósts og er aldurshópurinn 25 - 44 ára háðari póstinum en unglingar. Þetta kemur fram í könnun sem ICM markaðsrannsóknafélagið kynnti í dag.

Um 50% fólks á aldrinum 25 - 34 ára sagði að það kæmist ekki af án tölvupósts. Þessi hópur hefur verið skilgreindur sem frumherjar í notkun rafrænna samskipta í leik og starfi.

Þvert á væntingar hefur yngsta kynslóðin ekki einokað tæknina. 41% unglinga viðurkenndu að þeir reiddu sig á tölvupóstinn. Hinsvegar sögðu 44% fólks á aldrinum 35 - 44 ára að tölvupóstur væri mjög mikilvægur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×