Viðskipti erlent

Betri rafhlaða en búist var við

Talsmenn Apple tilkynntu í dag að rafhlaðan í iPhone símanum væri betri en reiknað var með. Hægt verður að tala í átta tíma eða vafra um internetið í sex tíma.

Þeir sögðu að ending rafhlöðunnar væri háð ákveðnum stillingum. Einnig sögðu þeir að búið væri að uppfæra snertiskjáinn úr plasti í gler sem erfiðara er að rispa.

iPhone kemur í verslanir í Bandaríkjunum þann 29. júní og mun kosta 500 - 600 dollara eftir því hve mikið minni er í símtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×