Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury 15. júní 2007 09:16 Úr kjötvöruborði Sainsbury. Mynd/AFP Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Fjárfestingasjóður fjölskyldunnar, Delta Two, kom inn í hluthafahóp Sainsbury undir lok aprílmánaðar, skömmu eftir að harðri yfirtökubaráttu um verslanakeðjuna lauk, og flaggaði þá 17,6 prósenta hlut. Delta Two keypti 123 milljón hluta á 595 pens á hlut og nemur kaupverðið 732 milljónum punda, jafnvirði rúmra 46,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð fjárfestahópa, sem sjóðurinn CVC Capital leiddi, upp á 600 pens á hlut. Sjóðirnir féllu hins vegar frá yfirtöku vegna harðrar andstöðu ráðandi hluthafa. Delta Two tengist fasteignamógúlnum Robert Tchenguiz, stjórnarmanni í Exista, sem á fimm prósenta hlut í Sainsbury. Rober hefur farið fram á setu í stjórn verslanakeðjunnar og þrýst á um að rekstrinum verði skipt upp í tvær einingar þar sem fasteignahlutinn yrði færður undir sjálfstæðan rekstur. Gengi bréfa í verslanakeðjunni hækkaði um 4,3 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum og stendur nú í um 589,5 pensum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Fjárfestingasjóður fjölskyldunnar, Delta Two, kom inn í hluthafahóp Sainsbury undir lok aprílmánaðar, skömmu eftir að harðri yfirtökubaráttu um verslanakeðjuna lauk, og flaggaði þá 17,6 prósenta hlut. Delta Two keypti 123 milljón hluta á 595 pens á hlut og nemur kaupverðið 732 milljónum punda, jafnvirði rúmra 46,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð fjárfestahópa, sem sjóðurinn CVC Capital leiddi, upp á 600 pens á hlut. Sjóðirnir féllu hins vegar frá yfirtöku vegna harðrar andstöðu ráðandi hluthafa. Delta Two tengist fasteignamógúlnum Robert Tchenguiz, stjórnarmanni í Exista, sem á fimm prósenta hlut í Sainsbury. Rober hefur farið fram á setu í stjórn verslanakeðjunnar og þrýst á um að rekstrinum verði skipt upp í tvær einingar þar sem fasteignahlutinn yrði færður undir sjálfstæðan rekstur. Gengi bréfa í verslanakeðjunni hækkaði um 4,3 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum og stendur nú í um 589,5 pensum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira