Viðskipti erlent

Bjarnamælir á markað

Tækin nema lífræna vökva úr bjarndýrum
Tækin nema lífræna vökva úr bjarndýrum MYND/WSPA

Dýraverndunarsinnar hafa komið höndum yfir nýja tækni í baráttu sinni gegn illri meðferð á björnum. Um er að ræða tæki sem nemur lífræn efni úr bjarnarlíkama. Þekkt er að vörur unnar úr björnum eru notaðar í lyf og aðrar vörur, svo sem sjampó og vín. Viðskipti með birni og efni úr þeim eru ólögleg samkvæmt reglugerð CITES.

Samkvæmt tölum WSPA (alþjóðlegum dýraverndunarsamtökum) lifa um 12,000 birnir við illa meðferð á bóndabæjum í Kína, Víetnam og Kóreu. Í skýrslu frá WSPA eru tilgreind meðöl frá Kína sem fóru á markað í Kanada, Ástralíu og Bandaríkjunum. Í þeim fundust leifar af galli úr björnum.

Það er von WSPA tækin nýtist neytendum til að sniðganga hinar ólöglegu vörur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×