Sport

Alonso segir McLaren halda upp á Hamilton

Hamilton sést hér fagna sigri sínum í kappakstrinum í Kanada um helgina.
Hamilton sést hér fagna sigri sínum í kappakstrinum í Kanada um helgina. MYND/AFP
Fernando Alonso, heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstri, segir að McLaren liðið hugsi betur um nýliðann Lewis Hamilton en sig. Þetta kom fram í viðtali á spænskri útvarpsstöð.

„Þetta er enskt lið og liðsfélagi minn er enskur. Maður veit að hann fær alla þá hjálp sem hann þarf og maður verður kannski útundan. Ég gerði mér grein fyrir þessu í upphafi og ég er ekki að kvarta undan því." sagði Alonso.

Alonso vann heimsmeistaratitilinn árin 2005 og 2006 með Renault en er núna átta stigum á eftir Hamilton. Alonso hefur þó unnið tvær keppnir en Hamilton aðeins eina. Munurinn á þeim er sá að Hamilton hefur verið stöðugari og hefur ávallt lent í einu af þremur efstu sætunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×