Villeneuve: Hamilton er of ákafur 6. júní 2007 16:58 Hamilton þykir aka glæfralega NordicPhotos/GettyImages Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, gagnrýnir nýliðann Lewis Hamilton hjá McLaren harðlega og segir hann allt of ákafan. Hann segir Bretann unga vera farinn að minna sig óþægilega mikið á Michael Schumacher - og það á versta mögulega hátt. Villeneuve og Schumacher voru þannig litlir vinir á sínum tíma og Kanadamanninum þykir hinn ungi Hamilton aka glæfralega. "Hvenar ætlar hann að hætta þessu aksturslagi? Lewis er ekki refsað fyrir að taka glæfralegar ákvarðanir í keppnum og hann er farinn að líta út eins og Schumacher. Hann hefur verið ljónheppinn til þessa og það er ótrúlegt að hann skuli ekki hafa fengið svarta flaggið enn í keppni. Við skulum sjá hvort hann verður svona heppinn mikið lengur," sagði Villeneuve, sem varð heimsmeistari árið 1997. "Lewis ekur mjög hratt, en hann þarf að fara að sýna að hann geti skákað Fernando Alonso. Hann á líka enn eftir að sýna okkur hvernig hann stendur sig undir pressu og það verður mjög áhugavert að fylgjast með honum undir þeim kringumstæðum," sagði Villeneuve. Næsti kappakstur í Formúlu 1 fer fram í Kanada um næstu helgi. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, gagnrýnir nýliðann Lewis Hamilton hjá McLaren harðlega og segir hann allt of ákafan. Hann segir Bretann unga vera farinn að minna sig óþægilega mikið á Michael Schumacher - og það á versta mögulega hátt. Villeneuve og Schumacher voru þannig litlir vinir á sínum tíma og Kanadamanninum þykir hinn ungi Hamilton aka glæfralega. "Hvenar ætlar hann að hætta þessu aksturslagi? Lewis er ekki refsað fyrir að taka glæfralegar ákvarðanir í keppnum og hann er farinn að líta út eins og Schumacher. Hann hefur verið ljónheppinn til þessa og það er ótrúlegt að hann skuli ekki hafa fengið svarta flaggið enn í keppni. Við skulum sjá hvort hann verður svona heppinn mikið lengur," sagði Villeneuve, sem varð heimsmeistari árið 1997. "Lewis ekur mjög hratt, en hann þarf að fara að sýna að hann geti skákað Fernando Alonso. Hann á líka enn eftir að sýna okkur hvernig hann stendur sig undir pressu og það verður mjög áhugavert að fylgjast með honum undir þeim kringumstæðum," sagði Villeneuve. Næsti kappakstur í Formúlu 1 fer fram í Kanada um næstu helgi.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira