Viðskipti erlent

Intel og Asustek gera ódýra fartölvu

Nýja vélin verður ekki eins og Bekkjarfélaginn.
Nýja vélin verður ekki eins og Bekkjarfélaginn.

Örgjörvarisinn Intel hefur hafið samvinnu við Asustek um að fjöldaframleiða ódýrar fartölvur sem ætlaðar eru til sölu í þróunarlöndunum. Asustek er stærsti framleiðandi móðurborða í fartölvur í heiminum.

Intel hefur dreift fartövum til barna í þróunarlöndunum um áraraðir. Sú dreifing hefur ekki náð þeim hæðum sem sjóðurinn „Ein fartölva á hvert barn" ráðgerir.

Nýlega hefur Intel komið á laggirnar verkefni sem kallað er Bekkjarfélaginn. Senda á 1230 ódýrar tölvur til ríkisstjórna í Asíu til reynslu.

Nýja vélin verður ekki eins og Bekkjarfélaginn heldur eins og venjuleg fartölva, þó með minni skjá. Ekki á að selja hana í gegnum ríkisstjórnir heldur á almennum markaði.

„Þetta er önnur leið til þess að leysa sama vandamál. Heimurinn er mjög stór og það er pláss fyrir mikið af svona vélum," segir Sean Malony yfirmaður markaðsmála hjá Intel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×