Viðskipti erlent

Hollendingar eru mestu netverjar Evrópu

Hollendingar eru ötulastir Evrópuþjóða í netnotkun. En Rússar eyða minnstum tíma á vefnum. Þetta er niðurstaða mælinga Comscore á nethegðun Evrópumanna.

Ennfremur kemur fram í skoðuninni að yfir 122 milljónir Evrópubúa, sem náð hafa 15 ára aldri, noti netið daglega, bæði í vinnu og frístundum. Meðal Evrópubúi tengist netinu 16,5 sinnum á mánuði og eyðir þar 24 klukkustundum.

Holland 83%

Noregur 70%

Svíþjóð 70%

Danmörk 68%

Finnland 65%

Bretland 62%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×