Viðskipti erlent

Tölvurisarnir hittust í sátt og samlyndi

Steve Jobs og Bill Gates á sviðinu í Carlsbad
Steve Jobs og Bill Gates á sviðinu í Carlsbad

Helstu erkifjendur tölvubransans, Bill Gates og Steve Jobs, settust niður í sátt og samlyndi á sögulegum fundi í dag. Þessir forvígismenn einkatöluvubyltingarinnar og fyrirtækja sinna, tölvurisanna Microsoft og Apple, ræddu saman í bróðerni á sviðinu á D5 ráðstefnu dagblaðsins Wall Street Journal í Carlsbad í Kaliforníu og skiptust á skoðunum og sögum.

Þeir rifjuðu meðal annars upp þegar þeir störfuðu saman í fyrsta skipti: Jobs hafði þá ráðið Gates og borgað honum 31.000 dollara fyrir að flytja forritunarmálið Basic yfir á Apple II fyrir 27 árum. Gates rifjaði líka upp hvernig Jobs hefði átt sér þann draum strax 1977 að búa til tölvu fyrir almenning.

Sjáið myndband af fundi þeirra á D5 ráðstefnunni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×