Lífið

Hvernig var Rúdí ?

Óli Tynes skrifar
Rúdí var meðal annars borinn fram með stökku fersku grænmeti.
Rúdí var meðal annars borinn fram með stökku fersku grænmeti.

Þýski múrarinn Werner Brenner þoldi ekki Rúdí, naggrísinn sem kærastan hans hún Lara Hochner var alltaf að kela við. Þau Lara voru búin að vera saman í þrjú ár og rifrildum þeirra um Rúdí fjölgaði stöðugt. Werner fannst Lara sýna Rúdí miklu meiri ást og umhyggju en sjálfum sér. Loks var svo illa komið að það stefndi í sambandsslit.

Lara varð því glöð og ánægð þegar Werner tók brosandi og blíður á móti henni þegar hún kom heim úr vinnunni. Hann gaf henni rauðvínsglas og leiddi hana að matborðinu þar sem beið hennar dýrindis ofnsteik. Þau skáluðu og borðuðu með bestu lyst.

Brosið hvarf þó að Löru þegar þau Werner voru búin að borða og hún ætlaði að fóðra elsku Rúdí. Rúdí fannst náttúrlega hvergi.

En ef Werner hélt að þetta yrði til þess að hann fengi meiri ást og umhyggju frá kærustunni, misreiknaði hann sig. Lara er flutt heim til mömmu sinnar og hefur höfðað mál á hendur honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×