Viðskipti erlent

Uppsagnir hjá Motorola

Farsímar frá Motorola.
Farsímar frá Motorola.

Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola ætlar að segja upp 4.000 starfsmönnum á árinu í hagræðingarskyni. Greinendur segja þetta ekki góðar fréttir hjá fyrirtækinu, sem er annar stærsti farsímaframleiðandi í heimi. Uppsagnir á 3.500 manns stendur nú yfir en með viðbótinni jafngildir það að 11 prósentum starfsmanna Motorola verði sagt upp.

Motorola skilaði hagnaði upp á 624 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 38,7 milljarða íslenskra króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er 48 prósenta samdráttur á milli ára. Horft er til þess að með aðgerðunum náist að spara 600 milljónir bandríkjadala, jafnvirði rúmra 37 milljarða íslenskra króna, á ári.

Lawrence Harris, sérfræðingur í farsímamálum, segir í samtali við breska ríkisútvarpið, að Motorola verði að skerpa línurnar í farsímalausnum sínum. „Þeir verða að fara að bjóða upp á spennandi farsíma," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×