Viðskipti erlent

Framleiðsluvísitalan lækkar í Japan

Sportjeppar frá Toyota.
Sportjeppar frá Toyota. Mynd/AFP
Framleiðsluvísitalan í Japan lækkaði óvænt um 0,1 prósentustig á milli mánaða í apríl, einkum vegna minni eftirspurnar eftir bílum á innlandsmarkaði og í Bandaríkjunum. Þetta er þvert á væntingar greinenda sem höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á hálft prósentustig.

Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar. Þetta er engu að síður 2,3 prósentum yfir framleiðsluvísitölunni fyrir ári, að sögn breska ríkisútvarpsins sem hefur eftir upplýsingum frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Japans, að niðurstaðan skýrist fyrst og fremst á 11 prósenta samdrætti á bílaframleiðslu í síðasta mánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×