Alonso sigraði í Mónakó annað árið í röð 27. maí 2007 14:15 Alonso með sigurlaunin í Mónakó AFP Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. McLaren bílarnir voru í algjörum sérflokki í dag og voru talsvert á undan Ferrari-manninum Felipa Massa sem varð þriðji. Giancarlo Fisichella náði fjórða sætinu á Renault-bíl sínum og er besti árangur liðsins til þessa á tímabilinu. Robert Kibica náði áhugaverðum árangri þegar hann hreppti fimmta sætið á BMW-Sauber bíl sínum í sinni fyrstu keppni í Mónakó og var talsvert á undan félaga sínum Nicke Heidfeld sem varð sjötti. Alexander Wurz varð sjöundi á Williams og náði að vinna sig upp úr ellefta sæti á ráslínu og Kimi Raikkönen náði áttunda sætinu - síðasta sætinu sem gefur stig - eftir að hafa þurft að ræsa 15. Alonso og Hamilton eru nú efstir og jafnir í stigakeppninni með 38 stig hvor, en Alonso telst á toppnum vegna þess að hann hefur unnið tvo sigra á mótum ársins en Hamilton er enn án sigurs. Þetta var fjórða mótið sem Hamilton hirðir annað sætið, en í 17. sinn á ferlinum sem Alonso kemur fyrstur í mark. Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Leik lokið: Grikkland - Ísland 25-34 | Formsatriði eftir sterkan fyrri hálfleik Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. McLaren bílarnir voru í algjörum sérflokki í dag og voru talsvert á undan Ferrari-manninum Felipa Massa sem varð þriðji. Giancarlo Fisichella náði fjórða sætinu á Renault-bíl sínum og er besti árangur liðsins til þessa á tímabilinu. Robert Kibica náði áhugaverðum árangri þegar hann hreppti fimmta sætið á BMW-Sauber bíl sínum í sinni fyrstu keppni í Mónakó og var talsvert á undan félaga sínum Nicke Heidfeld sem varð sjötti. Alexander Wurz varð sjöundi á Williams og náði að vinna sig upp úr ellefta sæti á ráslínu og Kimi Raikkönen náði áttunda sætinu - síðasta sætinu sem gefur stig - eftir að hafa þurft að ræsa 15. Alonso og Hamilton eru nú efstir og jafnir í stigakeppninni með 38 stig hvor, en Alonso telst á toppnum vegna þess að hann hefur unnið tvo sigra á mótum ársins en Hamilton er enn án sigurs. Þetta var fjórða mótið sem Hamilton hirðir annað sætið, en í 17. sinn á ferlinum sem Alonso kemur fyrstur í mark.
Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Leik lokið: Grikkland - Ísland 25-34 | Formsatriði eftir sterkan fyrri hálfleik Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira