Alonso á ráspól í Mónakó 26. maí 2007 14:21 Fernando Alonso fagnar ráspólnum í dag NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren verður á ráspól í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann hafði naumlega betur gegn félaga sínum Lewis Hamilton í tímatökum í dag. Hann var með innan við tveimur hundruðustu úr sekúndu betri tíma en hinn efnilegi Hamilton í dag. Felipe Massa hjá Ferrari náði þriðja besta tímanum en félagi hans Kimi Raikkönen varð að sætta sig við 15. sætið eftir að hann gerði mistök. Þetta var í fyrsta skipti á tímabilinu sem McLaren-menn ná tveimur bestu tímunum í tímatökum og fyrsti ráspóll heimsmeistarans síðan í Kína í október í fyrra. Lengst af leit útfyrir að Hamilton næði sínum fyrsta ráspól á ferlinum í dag, en hann festist fyrir aftan Mark Webber hjá Red Bull í tímatökunum og félagi hans Alonso nýtti sér það og náði hraðasta hring í blálokin. Massa hjá Ferrari hafði verið á ráspól í þremur keppnum í röð. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren verður á ráspól í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann hafði naumlega betur gegn félaga sínum Lewis Hamilton í tímatökum í dag. Hann var með innan við tveimur hundruðustu úr sekúndu betri tíma en hinn efnilegi Hamilton í dag. Felipe Massa hjá Ferrari náði þriðja besta tímanum en félagi hans Kimi Raikkönen varð að sætta sig við 15. sætið eftir að hann gerði mistök. Þetta var í fyrsta skipti á tímabilinu sem McLaren-menn ná tveimur bestu tímunum í tímatökum og fyrsti ráspóll heimsmeistarans síðan í Kína í október í fyrra. Lengst af leit útfyrir að Hamilton næði sínum fyrsta ráspól á ferlinum í dag, en hann festist fyrir aftan Mark Webber hjá Red Bull í tímatökunum og félagi hans Alonso nýtti sér það og náði hraðasta hring í blálokin. Massa hjá Ferrari hafði verið á ráspól í þremur keppnum í röð.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira