Regnhlíf með myndavél, GPStæki og internet-tengi. Fyrst voru það farsímarnir með innbyggðum myndavélum, hljómgræjum og öðrum aukabúnaði. Nú er röðin komin að regnhlífum.
Pilus Internet Umbrella er nýjung á markaðinum, regnhlíf með veftóli til að deila myndum og þrívíðri kortsjá, sem tengist Google Earth.

Regnhlífin varð til upp úr rannsóknarverkefni nemenda við háskólann í Keio, en þeir eru nú að þróa verkefnið fyrir almennan markað.
Er fram líða stundir kemur regnhlífin þannig til með að vera útbúinn hreyfiskynjara, GPStæki, stafrænum áttavita, stórum myndskjá efst í skyggninu og internet-tengi.
Regnhlífin á því vafalaust eftir að koma að góðum notum hjá þeim sem týnast í dembu.
Nánari upplýsingar á http://www.pileus.net