Sagan endurtekur sig 17. maí 2007 19:07 Sagan frá vorinu 1995, virðist nú vera að endurtaka sig með afar keimlíkum hætti. Þá skipti Davíð Oddsson Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður. Í þingkosningunum þann 8. apríl 1995 náðu þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, eins manns meirihluta, og raunar nákvæmlega sömu þingmannatölu og núverandi stjórnarflokkar hafa eftir kosningarnar nú. Sjálfstæðisflokkur fékk þá 25 þingmenn, eins og nú, og Alþýðuflokkur sjö þingmenn, eins og Framsóknarflokkur nú, en Alþýðuflokkurinn tapaði þremur þingsætum þá. Þeir Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson fengu engu að síður báðir umboð þingflokka sinna og hófu þeir viðræður um endurnýjun stjórnarsamstarfsins í dymbilviku eftir kosningarnar 1995. Fyrstu dagana benti allt til þess að þeir Davíð og Jón Baldvin myndu endurnýja samstarf sitt og eindreginn vilji virtist vera innan þingflokkanna til að halda samstarfi flokkanna áfram. Páskar voru hins vegar að nálgast og því gáfust aðeins þrír virkir dagar til viðræðna. Viðræðuhlé var gert yfir páskana en á meðan gerðist það hins vegar að þeir Davíð og Halldór Ásgrímsson fóru að ræða saman á laun og strax eftir páska varð ljóst að þeir ætluðu sér að mynda ríkisstjórn. Á fyrsta virka degi eftir páska tilkynnti Halldór Ásgrímsson þáverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, að Framsóknarflokkurinn hygðist fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og daginn eftir boðaði Vigdís forseti Davíð Oddsson forsætisráðherra á sinn fund og afhenti honum nýtt umboð til myndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem síðan hefur ríkt í alls tólf ár. Atburðarrásin í dag og undanfarna daga sýnir að sagan fyrir tólf árum virðist ætla að endurtaka sig nema að nú eru það ekki um páska sem örlögin ráðast heldur á uppstigningardegi. Kosningar 2007 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Sagan frá vorinu 1995, virðist nú vera að endurtaka sig með afar keimlíkum hætti. Þá skipti Davíð Oddsson Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður. Í þingkosningunum þann 8. apríl 1995 náðu þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, eins manns meirihluta, og raunar nákvæmlega sömu þingmannatölu og núverandi stjórnarflokkar hafa eftir kosningarnar nú. Sjálfstæðisflokkur fékk þá 25 þingmenn, eins og nú, og Alþýðuflokkur sjö þingmenn, eins og Framsóknarflokkur nú, en Alþýðuflokkurinn tapaði þremur þingsætum þá. Þeir Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson fengu engu að síður báðir umboð þingflokka sinna og hófu þeir viðræður um endurnýjun stjórnarsamstarfsins í dymbilviku eftir kosningarnar 1995. Fyrstu dagana benti allt til þess að þeir Davíð og Jón Baldvin myndu endurnýja samstarf sitt og eindreginn vilji virtist vera innan þingflokkanna til að halda samstarfi flokkanna áfram. Páskar voru hins vegar að nálgast og því gáfust aðeins þrír virkir dagar til viðræðna. Viðræðuhlé var gert yfir páskana en á meðan gerðist það hins vegar að þeir Davíð og Halldór Ásgrímsson fóru að ræða saman á laun og strax eftir páska varð ljóst að þeir ætluðu sér að mynda ríkisstjórn. Á fyrsta virka degi eftir páska tilkynnti Halldór Ásgrímsson þáverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, að Framsóknarflokkurinn hygðist fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og daginn eftir boðaði Vigdís forseti Davíð Oddsson forsætisráðherra á sinn fund og afhenti honum nýtt umboð til myndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem síðan hefur ríkt í alls tólf ár. Atburðarrásin í dag og undanfarna daga sýnir að sagan fyrir tólf árum virðist ætla að endurtaka sig nema að nú eru það ekki um páska sem örlögin ráðast heldur á uppstigningardegi.
Kosningar 2007 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira