Sagan endurtekur sig 17. maí 2007 19:07 Sagan frá vorinu 1995, virðist nú vera að endurtaka sig með afar keimlíkum hætti. Þá skipti Davíð Oddsson Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður. Í þingkosningunum þann 8. apríl 1995 náðu þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, eins manns meirihluta, og raunar nákvæmlega sömu þingmannatölu og núverandi stjórnarflokkar hafa eftir kosningarnar nú. Sjálfstæðisflokkur fékk þá 25 þingmenn, eins og nú, og Alþýðuflokkur sjö þingmenn, eins og Framsóknarflokkur nú, en Alþýðuflokkurinn tapaði þremur þingsætum þá. Þeir Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson fengu engu að síður báðir umboð þingflokka sinna og hófu þeir viðræður um endurnýjun stjórnarsamstarfsins í dymbilviku eftir kosningarnar 1995. Fyrstu dagana benti allt til þess að þeir Davíð og Jón Baldvin myndu endurnýja samstarf sitt og eindreginn vilji virtist vera innan þingflokkanna til að halda samstarfi flokkanna áfram. Páskar voru hins vegar að nálgast og því gáfust aðeins þrír virkir dagar til viðræðna. Viðræðuhlé var gert yfir páskana en á meðan gerðist það hins vegar að þeir Davíð og Halldór Ásgrímsson fóru að ræða saman á laun og strax eftir páska varð ljóst að þeir ætluðu sér að mynda ríkisstjórn. Á fyrsta virka degi eftir páska tilkynnti Halldór Ásgrímsson þáverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, að Framsóknarflokkurinn hygðist fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og daginn eftir boðaði Vigdís forseti Davíð Oddsson forsætisráðherra á sinn fund og afhenti honum nýtt umboð til myndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem síðan hefur ríkt í alls tólf ár. Atburðarrásin í dag og undanfarna daga sýnir að sagan fyrir tólf árum virðist ætla að endurtaka sig nema að nú eru það ekki um páska sem örlögin ráðast heldur á uppstigningardegi. Kosningar 2007 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Sagan frá vorinu 1995, virðist nú vera að endurtaka sig með afar keimlíkum hætti. Þá skipti Davíð Oddsson Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður. Í þingkosningunum þann 8. apríl 1995 náðu þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, eins manns meirihluta, og raunar nákvæmlega sömu þingmannatölu og núverandi stjórnarflokkar hafa eftir kosningarnar nú. Sjálfstæðisflokkur fékk þá 25 þingmenn, eins og nú, og Alþýðuflokkur sjö þingmenn, eins og Framsóknarflokkur nú, en Alþýðuflokkurinn tapaði þremur þingsætum þá. Þeir Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson fengu engu að síður báðir umboð þingflokka sinna og hófu þeir viðræður um endurnýjun stjórnarsamstarfsins í dymbilviku eftir kosningarnar 1995. Fyrstu dagana benti allt til þess að þeir Davíð og Jón Baldvin myndu endurnýja samstarf sitt og eindreginn vilji virtist vera innan þingflokkanna til að halda samstarfi flokkanna áfram. Páskar voru hins vegar að nálgast og því gáfust aðeins þrír virkir dagar til viðræðna. Viðræðuhlé var gert yfir páskana en á meðan gerðist það hins vegar að þeir Davíð og Halldór Ásgrímsson fóru að ræða saman á laun og strax eftir páska varð ljóst að þeir ætluðu sér að mynda ríkisstjórn. Á fyrsta virka degi eftir páska tilkynnti Halldór Ásgrímsson þáverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, að Framsóknarflokkurinn hygðist fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og daginn eftir boðaði Vigdís forseti Davíð Oddsson forsætisráðherra á sinn fund og afhenti honum nýtt umboð til myndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem síðan hefur ríkt í alls tólf ár. Atburðarrásin í dag og undanfarna daga sýnir að sagan fyrir tólf árum virðist ætla að endurtaka sig nema að nú eru það ekki um páska sem örlögin ráðast heldur á uppstigningardegi.
Kosningar 2007 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira