Ríkisstjórnin hélt naumlega velli 13. maí 2007 19:35 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir, sem bættu við sig fjórum þingsætum, og Sjálfstæðisflokkur, sem bætti við sig þremur þingsætum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins var ákaft fagnað þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna í nótt enda hafði flokkurinn styrkst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins og bætt við sig fylgi þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Hinn stjórnaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, galt hins vegar sögulegt afhroð og hefur aldrei verið minni frá því hann var stofnaður árið 1916. Jón Sigurðsson hefur aðeins gegnt formennsku í níu mánuði og náði sjálfur ekki á þing. Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar eru sá flokkur sem bætti við sig flestum þingmönnum og mestu fylgi hlutfallslega og eru nú orðnir þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur festi í sig í sessi sem næst stærsti flokkur landsins, hlaut tæplega 27 prósenta fylgi, en tapaði þó tveimur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hélt óbreyttri stöðu frá síðustu kosningum með fjóra þingmenn og er nú að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar tókst hins vegar ekki að komast upp í tilskilið fimm prósenta lágmarksfylgi til þingsetu. Úrslit kosninganna urðu annars þessi. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn, tapaði fimm mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 36,6 prósenta fylgi og 25 þingmenn, bætti við sig þremur mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3 prósenta fylgi og hélt fjórum þingsætum. Íslandshreyfingin hlaut 3,3 prósent atkvæða en kom ekki manni að. Samfylkingin fékk 26,8 prósent atkvæða og átján þingmenn, tapaði tveimur. Vinstri grænir fengu 14,4 prósent atkvæða og níu þingmenn, bættu við sig fjórum. Samanlagt fengu Samfylkingin og Vinstri grænir liðlega 41 prósenta fylgi, sem er mesta fylgi vinstri flokka frá árinu 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu samtals nærri 45 prósentum atkvæða. Kosningar 2007 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir, sem bættu við sig fjórum þingsætum, og Sjálfstæðisflokkur, sem bætti við sig þremur þingsætum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins var ákaft fagnað þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna í nótt enda hafði flokkurinn styrkst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins og bætt við sig fylgi þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Hinn stjórnaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, galt hins vegar sögulegt afhroð og hefur aldrei verið minni frá því hann var stofnaður árið 1916. Jón Sigurðsson hefur aðeins gegnt formennsku í níu mánuði og náði sjálfur ekki á þing. Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar eru sá flokkur sem bætti við sig flestum þingmönnum og mestu fylgi hlutfallslega og eru nú orðnir þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur festi í sig í sessi sem næst stærsti flokkur landsins, hlaut tæplega 27 prósenta fylgi, en tapaði þó tveimur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hélt óbreyttri stöðu frá síðustu kosningum með fjóra þingmenn og er nú að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar tókst hins vegar ekki að komast upp í tilskilið fimm prósenta lágmarksfylgi til þingsetu. Úrslit kosninganna urðu annars þessi. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn, tapaði fimm mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 36,6 prósenta fylgi og 25 þingmenn, bætti við sig þremur mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3 prósenta fylgi og hélt fjórum þingsætum. Íslandshreyfingin hlaut 3,3 prósent atkvæða en kom ekki manni að. Samfylkingin fékk 26,8 prósent atkvæða og átján þingmenn, tapaði tveimur. Vinstri grænir fengu 14,4 prósent atkvæða og níu þingmenn, bættu við sig fjórum. Samanlagt fengu Samfylkingin og Vinstri grænir liðlega 41 prósenta fylgi, sem er mesta fylgi vinstri flokka frá árinu 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu samtals nærri 45 prósentum atkvæða.
Kosningar 2007 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira