Viðskipti erlent

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum vestra

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Seðlabanki Bandaríkjanna mun greina frá því síðar í dag hvort ákveðið verði að gera breytingar á stýrivaxtastigi í landinu. Flestir gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum en telja líkur á að bankinn muni lækka vexti síðar á árinu. Bankinn hefur haldið vöxtunum óbreyttum í tæpt ár.

Seðlabankinn hækkaði stýrivextina síðast í júní í fyrra og var í kjölfarið endir bundinn á viðvarandi vaxtahækkanaferli til tveggja ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×