Microsoft hefur tilkynnt um arftaka MSN Hotmail tölvupóstkerfisins sem verður Windows Live Hotmail. Nýja kerfið kemur út á 36 tungumálum um allan heim.
Aldrei hefur Hotmail verið tekið jafn rækilega í gegn síða það kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1996. Microsoft býst við miklum umbætum en yfir 20 milljón prófarar hafa komið að verkefninu.
Meðal annars verður hægt að komast í samband við nýja Hotmailið með farsíma. Seinna í mánuðnum mun Windows Live Hotmail virka með Outlook 2003 og Outlook 2007 með nýju verkfæri sem kallast Office Outlook Connector.