Viðskipti erlent

Grunur um innherjasvik í Bandaríkjunum

Rupert Murdoch.
Rupert Murdoch.

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur nú til rannsóknar viðskipti með hlutabréf í Dow Jones & Co., útgáfufélagi samnefndrar fréttaveitu og viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Viðskiptin fóru fram nokkru áður en fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í félagið á fyrsta degi maímánaðar.

Þegar Murdoch lagði tilboðið fram hækkuðu bréfin um 50 prósent á markaði í Bandaríkjunum.

Að sögn breska ríkisútvarpsins voru jafn mörg viðskipti með bréf í félaginu og á fyrstu þremur mánuðum ársins. Bendir það til gruns um að einhverjir hafi haft pata af væntanlegu tilboði Murdochs áður en hann lagði það fram í nafni fjölmiðlasamsteypunnar News Corp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×