Innlent

Vilja að Núpsskóli verði meðferðarheimili fyrir börn og unglinga

Núpsskóli í Dýrafirði.
Núpsskóli í Dýrafirði. MYND/Vísir
Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti einróma í gær að bjóða Núpsskóla sem meðferðarheimili fyrir börn og ungmennni. Ákveðið var að ganga til viðræðna við stjórnvöld um þennan möguleika.

Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir „Að Núpi í Dýrafirði eru kjöraðstæður til að sinna meðferð barna í vanda. Náttúrufegurð er mikil, þar er kyrrlátt umhverfi og mannvirki til staðar. Núpsskóli gæti því vel komið til greina fyrir slíka starfsemi."

Einnig er talað um að ráðstöfun þessi gæti stytt biðlista í kerfinu. Þá er einnig komið inn á að þetta myndi stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi á Vestfjörðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×