Viðskipti erlent

Hráolíuverð óbreytt

Lítil breytinga varð á heimsmarkaðsverði á hráolíu við lokun markaða í Asíu í dag. Fjárfestar töldu verðhækkanir í farvatninu í kjölfar þess að skæruliðar myrtu einn mann og rændu 21 einum starfsmanni erlends olíufélags í Nígeríu í gær. Skærur við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu eru tíðar og hafa dregið mjög úr olíuframleiðslu Afríkuríkisins.

Greindendur segja í samtali við fréttastofuna Associated Press að skærurnar hafi þegar skilað sér inn í verðlag enda sé títt að verðlag á svartagullinu hækki í kjölfar átaka við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu.

Verð á hráolíu hélst þrátt fyrir þetta óbreytt í rúmum 63 dölum á tunnu. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um fimm sent og fór í 63,24 dali á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu hækaði um 27 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 66,32 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×