Innlent

Högnuðust um rúma 60 milljarða

Gissur Sigurðsson skrifar

Íslenskir fjárfestar högnðust um rúma sextíu milljarða króna þegar þeir seldu 85 prósenta hlut sinn í búlgörsku símafélagi í gærkvöldi.

Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, átti langstærsta hlutinn í símafélaginu, sem heitir BTC. Straumur, Burðarás og Síminn, sem þá var ríkisfyrirtæki, tóku þátt í upphaflegu kaupunum en síðan hefur Novator stóraukið hlut sinn. Söluandvirði 85 prósenta íslendinganna í BTC nemur 160 milljörðum íslenskra króna og hefur fjárfesting íslensku fjárfestanna, sem tóku þátt í kaupunum fyrir tveimur og hálfu ári, fimmfaldast.

Hagnaður Novators af sölunni nemur 55 til 60 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá félaginu, en hagnaður annarra íslenskra fjárfesta sem áttu tæp fjögur prósent var um sex milljarðar. Að sögn talsmanns Novators liggur ekkert fyrir um nýjar fjárfestingar félagsins í kjölfar sölunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×